Tímabilið hefur verið gríðarlega erfitt fyrir Wolves en liðið tapaði ellefta leiknum í deildinni í gær þegar liðið tapaði gegn Aston Villa.
Wolves er aðeins með tvö stig eftir þrettán umferðir og það er útlit fyrir að liðið eigi ekki mikla möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.
Wolves er aðeins með tvö stig eftir þrettán umferðir og það er útlit fyrir að liðið eigi ekki mikla möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.
Rob Edwards, stjóri liðsins, var hins vegar ánægður með frammistöðuna í gær.
„Mér finnst mjög leiðinlegt að við töpuðum, eins og strákunum mun finnast og öllum tengdum félaginu. VIð gerðum eins vel og hægt var til að vinna," sagði Edwards.
„Ég vona að þetta muni gefa okkur trú. Mér fannst við líta mjög vel út á köflum. Það er margt gott við frammistöðuna. Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum en þetta er skref í rétta átt og vonandi getum við lært mikið af þessu og haldið áfram."
Athugasemdir




