Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
banner
   sun 30. nóvember 2025 22:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Höjlund lagði upp sigurmarkið í toppslag
Mynd: EPA
Roma 0 - 1 Napoli
0-1 David Neres ('36 )

Það var spennandi toppslagur í ítölsku deildinni í kvöld þegar Roma fékk Napoli í heimsókn.

Napoli fékk tækifæri til að komast yfir þegar Mile Svilar varði frá Noa Lang, boltinn barst til Rasmus Höjlund en Svilar gerði frábærlega og varði aftur.

Napoli braut ísinn eftir hraða skyndisókn. Höjlund hljóp í áttina að teignum og fann David Neres í hlaupinu og hann komst í gegn og kláraði færið vel.

Neres hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur deildarleikjum.

Það reyndist sigurmarkið en Napoli er í 2. sæti með 28 stig, jafn mörg stig og topplið Milan. Roma er í 4. sæti með 27 stig, jafn mörg stig og Inter sem er í 3. sæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 16 10 0 6 17 10 +7 30
5 Juventus 16 8 5 3 21 15 +6 29
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 15 6 6 3 19 12 +7 24
8 Lazio 16 6 5 5 17 11 +6 23
9 Sassuolo 15 6 3 6 21 19 +2 21
10 Cremonese 16 5 6 5 18 18 0 21
11 Udinese 15 6 3 6 16 22 -6 21
12 Atalanta 15 4 7 4 19 18 +1 19
13 Torino 15 4 5 6 15 26 -11 17
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 15 3 5 7 15 21 -6 14
16 Genoa 15 3 5 7 16 23 -7 14
17 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 15 1 7 7 10 20 -10 10
20 Fiorentina 15 0 6 9 12 26 -14 6
Athugasemdir
banner
banner