Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
banner
   lau 29. nóvember 2025 16:37
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Bayern marði sigur í uppbótartíma - Ísak spilaði hálfleik í jafntefli
Nicolas Jackson skoraði þriðja mark Bayern
Nicolas Jackson skoraði þriðja mark Bayern
Mynd: EPA
Ísak spilaði hálfleik í jafntefli gegn Bremen
Ísak spilaði hálfleik í jafntefli gegn Bremen
Mynd: Köln
Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu dramatískan 3-1 sigur á St. Pauli í 12. umferð þýsku deildarinnar í dag.

Andreas Hountondji kom St. Pauli óvænt yfir eftir mistök Joshua Kimmich og Konrad Laimer sem töpuðu boltanum á vondum stað áður en Hountondji skoraði.

Portúgalinn Raphael Guerreiro jafnaði metin áður en hálfleikurinn var úti eftir undirbúning Luis Díaz.

Harry Kane, sem hefur verið iðinn við kolann í byrjun leiktíðar, komst ekki á blað annan leikinn í röð í öllum keppnum.

Það kom ekki að sök. Í uppbótartíma skoraði Luis Díaz til að koma Bayern í 2-1 áður en varamaðurinn Nicolas Jackson gerði út um leikinn nokkrum mínútum síðar og Bayern með átta stiga forystu á toppnum.

Ísak Bergmann Jóhannesson byrjaði hjá Köln sem gerði 1-1 jafntefli við Werder Bremen á útivelli.

Hann spilaði fyrri hálfleikinn en Bremen leiddi þá með einu marki gegn engu. Hinn 19 ára gamli Said El Mala jafnaði metin undir lok leiksins fyrir Köln sem er í 9. sæti með 15 stig.

Hoffenheim vann 3-0 sigur á Augsburg og þá tókst Heidenheim að vinna ótrúlegan 2-1 endurkomusigur á Union Berlín, en bæði mörk Heidenheim komu á lokamínútum leiksins.

Hoffenheim 3 - 0 Augsburg
1-0 Bazoumana Toure ('16 )
2-0 Wouter Burger ('26 )
3-0 Cedric Zesiger ('45 , sjálfsmark)

Union Berlin 1 - 2 Heidenheim
1-0 Rani Khedira ('43 )
1-1 Jan Schoppner ('90 )
1-2 Stefan Schimmer ('90 )

Werder 1 - 1 Koln
1-0 Marco Friedl ('22 )
1-1 Said El Mala ('90 )
Rautt spjald: Niklas Stark, Werder ('90)

Bayern 3 - 1 St. Pauli
0-1 Andreas Hountondji ('6 )
1-1 Raphael Guerreiro ('44 )
2-1 Luis Diaz ('90 )
3-1 Nicolas Jackson ('90 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 14 12 2 0 51 11 +40 38
2 Dortmund 15 9 5 1 26 12 +14 32
3 RB Leipzig 14 9 2 3 29 16 +13 29
4 Leverkusen 14 8 2 4 30 19 +11 26
5 Hoffenheim 14 8 2 4 29 20 +9 26
6 Stuttgart 14 8 1 5 25 22 +3 25
7 Eintracht Frankfurt 14 7 3 4 29 29 0 24
8 Union Berlin 14 5 3 6 19 23 -4 18
9 Freiburg 14 4 5 5 21 23 -2 17
10 Köln 14 4 4 6 22 23 -1 16
11 Gladbach 15 4 4 7 18 24 -6 16
12 Werder 14 4 4 6 18 28 -10 16
13 Wolfsburg 14 4 3 7 20 24 -4 15
14 Hamburger 14 4 3 7 15 24 -9 15
15 Augsburg 14 4 1 9 17 28 -11 13
16 St. Pauli 14 3 2 9 13 26 -13 11
17 Heidenheim 14 3 2 9 13 30 -17 11
18 Mainz 14 1 4 9 13 26 -13 7
Athugasemdir
banner
banner
banner