Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
banner
   sun 30. nóvember 2025 11:11
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Palace og Man Utd: Amorim gerir tvær breytingar
Mynd: EPA
Enski úrvalsdeildardagurinn hefst eftir tæpa klukkustund þegar Crystal Palace tekur á móti Manchester United í gífurlega spennandi slag um miðja deild.

Hér mætast tvö lið sem spila með þriggja manna varnarlínu og eru á svipuðum stað í deildinni. Palace er með 20 stig eftir 12 umferðir, tveimur stigum meira heldur en United. Þrátt fyrir lítinn stigamun eru heil sex sæti á milli félaganna á stöðutöflunni.

Palace mætir til leiks með sama byrjunarlið og vann í Wolverhampton um síðustu helgi. Oliver Glasner þjálfari gerir þrjár breytingar frá tapinu í Strasbourg í miðri viku þar sem Jaydee Canvot, Jefferson Lerma og Will Hughes setjast á bekkinn.

Ruben Amorim gerir tvær breytingar frá vandræðalegu tapi á heimavelli gegn tíu leikmönnum Everton um síðustu helgi. Mason Mount og Diogo Dalot koma inn fyrir vængbakverðina Patrick Dorgu og Noussair Mazraoui sem setjast á bekkinn.

Crystal Palace: Henderson, Richards, Lacroix, Guehi, Munoz, Wharton, Kamada, Mitchell, Sarr, Pino, Mateta
Varamenn: Benitez, Canvot, Clyne, Devenny, Esse, Hughes, Lerma, Nketiah, Uche

Man Utd: Lammens, Yoro, De Ligt, Shaw, Diallo, Casemiro, Fernandes, Dalot, Mount, Mbeumo, Zirkzee
Varamenn: Bayindir, Dorgu, Heaven, Lacey, Mainoo, Malacia, Martinez, Mazraoui, Ugarte
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 17 7 5 5 31 28 +3 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner