Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
banner
   lau 29. nóvember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Stórleikur í Leverkusen
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það má búast við mikilli spennu í leikjum dagsins í þýska boltanum þar sem fjörið hefst klukkan 14:30 þegar Þýskalandsmeistarar FC Bayern mæta til leiks.

Bayern tekur á móti St. Pauli og getur aukið forystu sína á toppi deildarinnar upp í átta stig með sigri.

Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í Köln heimsækja Werder Bremen, en Ísak hefur verið mikilvægur hlekkur á upphafi tímabils og er Köln um miðja deild með 14 stig eftir 11 umferðir.

Hoffenheim spilar þá við Augsburg á meðan Heidenheim heimsækir Berlín, áður en stórleikur dagsins fer fram.

Bayer Leverkusen tekur þar á móti Borussia Dortmund í toppbaráttunni. Aðeins eitt stig skilur á milli liðanna í þriðja og fjórða sæti.

Bæði lið munu mæta til leiks með mikið sjálfstraust eftir frábæra sigra í Meistaradeildinni í miðri viku, þar sem Leverkusen hafði betur á Etihad leikvanginum gegn Manchester City á meðan Dortmund rúllaði yfir Villarreal.

Leikir dagsins
14:30 Hoffenheim - Augsburg
14:30 Union Berlin - Heidenheim
14:30 Werder Bremen - Köln
14:30 FC Bayern - St. Pauli
17:30 Leverkusen - Dortmund
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 14 12 2 0 51 11 +40 38
2 Dortmund 15 9 5 1 26 12 +14 32
3 Leverkusen 15 9 2 4 33 20 +13 29
4 RB Leipzig 15 9 2 4 30 19 +11 29
5 Hoffenheim 15 8 3 4 29 20 +9 27
6 Stuttgart 15 8 2 5 25 22 +3 26
7 Eintracht Frankfurt 15 7 4 4 30 30 0 25
8 Union Berlin 15 6 3 6 20 23 -3 21
9 Freiburg 15 5 5 5 25 26 -1 20
10 Werder 15 4 5 6 18 28 -10 17
11 Köln 15 4 4 7 22 24 -2 16
12 Gladbach 15 4 4 7 18 24 -6 16
13 Hamburger 15 4 4 7 16 25 -9 16
14 Wolfsburg 15 4 3 8 23 28 -5 15
15 Augsburg 15 4 2 9 17 28 -11 14
16 St. Pauli 14 3 2 9 13 26 -13 11
17 Heidenheim 14 3 2 9 13 30 -17 11
18 Mainz 14 1 4 9 13 26 -13 7
Athugasemdir
banner
banner