Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
banner
   fös 28. nóvember 2025 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Isco og Amrabat meiddu hvorn annan
Mynd: EPA
Isco og Sofyan Amrabat voru báðir í byrjunarliði Real Betis á heimavelli gegn FC Utrecht í Evrópudeildinni í gærkvöldi.

Leikurinn var nýlega byrjaður þegar þeir voru báðir að berjast um sama bolta en enduðu á því að meiða hvorn annan.

Isco, sem hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu, fór strax af velli eftir samstuðið og þurfti Amrabat skiptingu fimm mínútum síðar.

Þetta kom þó ekki að sök í leiknum gegn Utrecht sem lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Hægt er að sjá atvikið hér fyrir neðan þar sem lítur út fyrir að Amrabat og Isco hafi gleymt að þeir séu samherjar í örskamma stund.

Amrabat kicks his own teammate Isco (who just recovered from another injury) causing both to be substituted after they were unable to continue.
byu/DLSanma insoccer

Athugasemdir
banner