Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
   lau 29. nóvember 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Silva vill sjá breytingar áður en hann skrifar undir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Marco Silva þjálfari Fulham rennur út á samningi við félagið næsta sumar og vilja stjórnendur ólmir semja við hann.

Talið er að ýmis félög séu áhugasöm um að krækja í Silva sem aðalþjálfara og ætlar hann að bíða með að skrifa undir nýjan samning við Fulham.

   21.11.2025 20:10
„Það er ekki auðvelt að díla við mig"


Hann var ekki sérlega ánægður síðasta sumar þegar Fulham gerði mjög lítið á leikmannamarkaðinum og ætlar að bíða og sjá hvernig janúarglugginn verður. Hann telur brýna þörf á að kaupa inn nýja leikmenn eftir áramót.

Fulham er með 14 stig eftir 12 umferðir af úrvalsdeildartímabilinu, þremur stigum frá fallsvæðinu.

„Auðvitað skipta launin og samningslengdin máli, ég ætla ekki að þykjast eins og það sé ekki partur af þessu, en aðalatriðið er verkefnið. Það er það sem ég horfi á og flestir aðrir þjálfarar, maður verður að hafa trú á verkefninu. Ég er ánægður hérna hjá félaginu en það er brýn þörf á nýjum leikmönnum," sagði Silva við Sky Sports.

„Stjórnendur og allir innan félagsins eru sammála mér í þessu og við ætlum að gera okkar besta til að styrkja hópinn í næsta félagaskiptaglugga. Við verðum að sjá til hvað er mögulegt fyrir okkur að gera en það er mikilvægt fyrir okkur að styrkja hópinn.

„Það er ekki bara útaf því að við keyptum ekki síðasta sumar, heldur líka því við erum að glíma við einhver meiðsli og svo missum við þrjá leikmenn í Afríkukeppnina."


Fulham heimsækir Tottenham í áhugaverðum Lundúnaslag í kvöld.

Silva hefur verið við stjórnvölinn hjá Fulham í rúmlega fjögur ár.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 20 17 +3 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 22 30 -8 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner