Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
   lau 29. nóvember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Spennandi slagur í Mílanó
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mikael Egill Ellertsson og félagar í Genoa byrja daginn í Serie A á heimavelli gegn Hellas Verona.

Genoa er í fallsæti með 8 stig eftir 12 fyrstu umferðirnar en liðið er taplaust í síðustu þremur leikjum í röð. Verona er í botnsætinu með 6 stig en hefur verið að sýna flottar rispur í sínum leikjum.

Parma spilar á sama tíma við Udinese áður en stórveldi Juventus á heimaleik gegn Cagliari. Juve er með 20 stig og þarf á sigri að halda í Evrópubaráttunni.

Að lokum eigast Milan og Lazio við í stórleik dagsins. Lærisveinar Max Allegri í AC Milan eru í öðru sæti deildarinnar með 25 stig eftir 12 umferðir. Þeir unnu nágrannaslaginn gegn stórveldi Inter um síðustu helgi og verður spennandi að fylgjast með þeim gegn Lazio.

Lærisveinar Maurizio Sarri hafa verið á góðu skriði að undanförnu eftir lélega byrjun á tímabilinu. Þetta verður því erfiður leikur fyrir Milan.

Leikir dagsins
14:00 Genoa - Verona
14:00 Parma - Udinese
17:00 Juventus - Cagliari
19:45 Milan - Lazio
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 15 10 0 5 16 8 +8 30
5 Juventus 15 7 5 3 19 14 +5 26
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 15 6 6 3 19 12 +7 24
8 Lazio 15 6 4 5 17 11 +6 22
9 Sassuolo 15 6 3 6 21 19 +2 21
10 Udinese 15 6 3 6 16 22 -6 21
11 Cremonese 15 5 5 5 18 18 0 20
12 Atalanta 15 4 7 4 19 18 +1 19
13 Torino 15 4 5 6 15 26 -11 17
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 15 3 5 7 15 21 -6 14
16 Genoa 15 3 5 7 16 23 -7 14
17 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 15 1 7 7 10 20 -10 10
20 Fiorentina 15 0 6 9 12 26 -14 6
Athugasemdir