Murielle Tiernan hefur staðfest ákvörðun sína um að yfirgefa Fram eftir að hafa verið meðal allra bestu leikmanna liðsins á nýliðinni leiktíð.
28.11.2025 13:44
Óskar Smári tekur markahæsta leikmanninn með sér í Stjörnuna
Hægt er að segja að mörk Murielle hafi bjargað Fram frá falli úr Bestu deildinni í sumar en hún skoraði 11 mörk í 21 leik er Fram endaði með 26 stig, fimm stigum fyrir ofan fallsæti.
„Takk Fram fyrir síðustu tvö tímabil. Takk til allra í kringum félagið og að lokum stærstu þakkirnar til liðsfélaganna minna. Stórt knús á ykkur allar," skrifaði Murielle í færslu á Instagram.
Murielle er 31 árs og var einnig í lykilhlutverki í fyrra þegar Fram fór upp úr Lengjudeildinni. Fram að því hafði hún spilað fyrir Tindastól alla dvöl sína á Íslandi.
Murielle er sögð vera á leið í Stjörnuna þar sem hún fylgir þjálfara sínum Óskari Smára Haraldssyni á milli félaga.
Athugasemdir




