Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
   lau 29. nóvember 2025 19:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Vlahovic fór niðurbrotinn af velli - Juventus aftur á sigurbraut
Mynd: EPA
Juventus 2 - 1 Cagliari
0-1 Sebastiano Esposito ('26 )
1-1 Kenan Yildiz ('27 )
2-1 Kenan Yildiz ('45 )

Dusan Vlahovic sneri aftur í byrjunarlið Juventus í dag eftir að hafa verið á bekknum í sigri gegn Bodö/Glimt í Meistaradeildinni í vikunni.

Liðið fékk Cagliari í heimsókn en gestirnir komust yfir. Kenan Yildiz jafnaði metin strax í kjölfarið. Það var stutt gaman fyrir Vlahovic en hann var niðurbrotinn þegar hann þurfti að fara af velli vegna vöðvameiðsla eftir hálftíma leik.

Yildiz tryggði Juventus stigin þrjú með marki undir lok fyrri hálfleiks.

Juventus er því komið aftur á sigurbraut í deildinni eftir tvö jafntefli í röð. Liðið er í 7. sæti með 23 stig eftir 13 umferðir. Cagliari er án sigurs í níu leikjum í röð og situr í 14. sæti með 11 stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 15 10 0 5 16 8 +8 30
5 Juventus 15 7 5 3 19 14 +5 26
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 15 6 6 3 19 12 +7 24
8 Lazio 15 6 4 5 17 11 +6 22
9 Sassuolo 15 6 3 6 21 19 +2 21
10 Udinese 15 6 3 6 16 22 -6 21
11 Cremonese 15 5 5 5 18 18 0 20
12 Atalanta 15 4 7 4 19 18 +1 19
13 Torino 15 4 5 6 15 26 -11 17
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 15 3 5 7 15 21 -6 14
16 Genoa 15 3 5 7 16 23 -7 14
17 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 15 1 7 7 10 20 -10 10
20 Fiorentina 15 0 6 9 12 26 -14 6
Athugasemdir
banner