Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   mán 01. desember 2025 10:18
Elvar Geir Magnússon
Palmer ánægður með að baulað var á Madueke
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Chelsea bauluðu á sinn fyrrum leikmann, Noni Madueke, þegar hann mætti með Arsenal á Brúnna. 1-1 urðu lokatölurnar í Lundúnaslagnum.

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband af viðbrögðum Col Palmer við baulinu. Hann virðist sýna baulinu stuðning á meðan hann hitar upp við hliðarlínuna.

Madueke færði sig um set síðasta sumar og var keyptur til Arsenal á 52 milljónir punda, kaup sem voru umdeild hjá stuðningsmönnum Arsenal.

Inni á vellinum fékk Madueke einnig kaldar kveðjur frá sínum fyrrum liðsfélögum eins og sjá má í öðru myndbandi hér fyrir neðan.



Athugasemdir