Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
   fös 28. nóvember 2025 21:54
Ívan Guðjón Baldursson
Kristall Máni lagði upp gegn Viborg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Lyngby
Mynd: KSÍ
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum dagsins víða um Evrópu þar sem Kristall Máni Ingagson lagði upp í efstu deild danska boltans.

Kristall Máni var í byrjunarliðinu og lagði seinna mark liðsins upp gegn Viborg.

Hann lagði upp fyrir Mads Agger sem skoraði bæði mörk Sönderjyske í leiknum. Agger kom liðinu í tveggja marka forystu en gestunum tókst að jafna með tveimur mörkum í síðari hálfleik, svo lokatölur urðu 2-2.

Sönderjyske er í efri hluta deildarinnar með 26 stig eftir 17 umferðir, þremur stigum fyrir ofan Viborg.

Í næstefstu deild lék Ísak Snær Þorvaldsson allan leikinn í 1-0 tapi hjá Lyngby í toppslagnum gegn Hilleröd. Liðin eru jöfn á toppi deildarinnar með 32 stig eftir 18 umferðir.

Kristófer Jónsson var þá í byrjunarliði Triestina í C-deild ítalska boltans sem vann á lokamínútunum gegn Pro Patria. Triestina er í botnsæti deildarinnar eftir þungan stigafrádrátt á upphafi tímabils.

Liðið er búið að ná í 18 stig úr 16 umferðum en er þrátt fyrir það með -5 stig eftir að hafa byrjað keppnistímabilið með 23 mínusstig. Markús Páll Ellertsson var ónotaður varamaður hjá Triestina.

Helgi Fróði Ingason var í byrjunarliði Helmond sem gerði markalaust jafntefli við sterkt lið Cambuur í næstefstu deild í Hollandi. Helmond er í baráttu um umspilssæti til að komast í efstu deild.

Að lokum lék Oliver Stefánsson síðasta hálftímann í stóru tapi Tychy í næstefstu deild í Póllandi. Tychy er í fallsæti með 12 stig eftir 18 umferðir.

Sönderjyske 2 - 2 Viborg

Hilleröd 1 - 0 Lyngby

Triestina 2 - 1 Pro Patria

Cambuur 0 - 0 Helmond

Legnica 6 - 1 Tychy

Athugasemdir
banner
banner