Pep Guardiola, stjóri Manchester City, ákvað að klára fréttamannafund sinn í dag eins fljótt og hægt var. Hann svaraði spurningum fréttamanna í örfáum orðum og var greinilega í engu skapi til að spjalla við þá.
Fyrir rúmu ári síðan hélt hann fréttamannafund sem stóð yfir í þrjár mínútur og sex sekúndur en hann bætti eigið met í dag og var fundurinn aðeins tvær mínútur að lengd.
Fyrir rúmu ári síðan hélt hann fréttamannafund sem stóð yfir í þrjár mínútur og sex sekúndur en hann bætti eigið met í dag og var fundurinn aðeins tvær mínútur að lengd.
Guardiola vildi ekkert tjá sig um að markvörðurinn Gianluigi Donnarumma fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu í sigrinum gegn Leeds.
„Ekki enn," svaraði Guardiola spurður út í það hvort Rodri yrði klár í leikinn gegn Fulham sem fram fer í London annað kvöld.
Verður Rodri klár um næstu helgi?
„Veit það ekki."
Athugasemdir


