Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
banner
   sun 30. nóvember 2025 16:28
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Chelsea og Arsenal: Gabriel og Saliba meiddir
Mynd: Arsenal
Mynd: Arsenal
Chelsea tekur á móti Arsenal í lokaleik dagsins og stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Byrjunarliðin hafa verið tilkynnt og gerir Enzo Maresca þjálfari heimamanna eina breytingu á byrjunarliðinu sem vann gegn Barcelona í miðri viku, þar sem Joao Pedro kemur inn í sóknarlínuna fyrir Alejandro Garnacho.

Mikel Arteta þjálfari Arsenal gerir þrjár breytingar frá sigri gegn FC Bayern í miðri viku þar sem miðvörðurinn William Saliba er að glíma við meiðsli.

Piero Hincapié og Cristhian Mosquera eru því saman í hjarta varnarinnar hjá Arsenal í fyrsta sinn, en þeir voru báðir keyptir inn til félagsins í sumar.

Riccardo Calafiori kemur í vinstri bakvarðarstöðuna fyrir Myles Lewis-Skelly og fær Gabriel Martinelli að byrja á kantinum í fjarveru Leandro Trossard sem er meiddur.

Arsenal og Chelsea mætast í alvöru nágranna- og toppbaráttuslag, þar sem Arsenal trónir á toppi deildarinnar með 29 stig eftir 12 umferðir - sex stigum meira en Chelsea.

Chelsea: Sanchez; Gusto, Fofana, Chalobah, Cucurella; James, Caicedo, Enzo; Estevao, Joao Pedro, Neto
Varamenn: Jörgensen, Acheampong, Tosin, Badiashile, Santos, Palmer, Gittens, Garnacho, Delap

Arsenal: Raya; Timber, Mosquera, Hincapie, Calafiori; Zubimendi, Rice, Eze; Saka, Merino, Martinelli
Varamenn: Kepa, Lewis-Skelly, White, Ödegaard, Nörgaard, Nwaneri, Madueke, Gyokeres, Jesus
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner