Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
banner
   fös 28. nóvember 2025 15:50
Elvar Geir Magnússon
Býst við að Gibbs-White geti spilað á sunnudag
Mynd: EPA
Morgan Gibbs-White var ekki með Nottingham Forest í 3-0 sigrinum gegn Malmö í Evrópudeildinni í gær vegna smávægilegra bakmeiðsla.

Sean Dyche, stjóri Forest, sagði eftir leikinn að Gibbs-White ætti að vera kominn í lag fyrir sunnudaginn, þegar Forest tekur á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni.

Gibbs-White er algjör lykilmaður hjá Forest og hefur skorað í þremur síðustu úrvalsdeildarleikjum; þar á meðal í sigrinum magnaða á Anfield um síðustu helgi.

Þá hefur Gibbs-White einnig skinið í Evrópu og hefur komið að þremur mörkum í fjórum Evrópudeildarleikjum á þessu tímabili.

Gibbs-White er farinn að sýna sínar bestu hliðar eftir að hafa dalað í kjölfar þess að hafa verið orðaður við Tottenham í sumar.

„Ég vildi að hann myndi spila með bros á vör aftur. Það voru mikil læti í sumar og svona getur haft áhrif," segir Dyche.

Dyche sagði einnig að brasilíski varnarmaðurinn Murillo væri í góð u lagi en hann sást halda um lærið á sér eftir sigurinn í gær.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner