Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   sun 02. nóvember 2025 22:13
Ívan Guðjón Baldursson
Will Still rekinn frá Southampton (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Southampton er búið að reka Will Still úr þjálfarastöðu félagsins eftir hrikalega byrjun á tímabilinu í ensku Championship deildinni.

Tap á heimavelli gegn Stefáni Teiti Þórðarsyni og félögum í Preston North End var dropinn sem fyllti mælinn. Það var þriðji tapleikur liðsins í röð og er Southampton aðeins komið með 12 stig eftir 13 umferðir.

Still var ráðinn til Southampton í maí en stjórnendur félagsins telja hann ekki lengur vera rétta manninn í starfið.

Þetta er hans fyrsta þjálfarastarf á Englandi eftir að hafa þjálfað Reims og Lens í efstu deild franska boltans.

Still er aðeins 33 ára gamall og er fæddur í Belgíu en foreldrar hans eru enskir.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 15 10 4 1 40 13 +27 34
2 Middlesbrough 15 8 5 2 19 13 +6 29
3 Stoke City 15 8 3 4 21 10 +11 27
4 Preston NE 15 7 5 3 20 14 +6 26
5 Hull City 15 7 4 4 26 24 +2 25
6 Millwall 15 7 4 4 17 20 -3 25
7 Ipswich Town 14 6 5 3 26 16 +10 23
8 Bristol City 15 6 5 4 22 18 +4 23
9 Charlton Athletic 15 6 5 4 16 12 +4 23
10 Derby County 15 6 5 4 20 19 +1 23
11 Birmingham 15 6 3 6 20 17 +3 21
12 Leicester 15 5 6 4 18 16 +2 21
13 Wrexham 15 5 6 4 20 19 +1 21
14 West Brom 15 6 3 6 14 16 -2 21
15 Watford 15 5 5 5 19 18 +1 20
16 QPR 15 5 4 6 17 23 -6 19
17 Southampton 15 4 6 5 18 21 -3 18
18 Swansea 15 4 5 6 15 19 -4 17
19 Blackburn 14 5 1 8 14 19 -5 16
20 Portsmouth 15 3 5 7 12 20 -8 14
21 Oxford United 15 3 4 8 16 22 -6 13
22 Sheffield Utd 15 3 1 11 11 26 -15 10
23 Norwich 15 2 3 10 14 23 -9 9
24 Sheff Wed 15 1 5 9 12 29 -17 -4
Athugasemdir
banner