Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
   sun 02. nóvember 2025 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Maignan hetjan í Mílanó - Bologna í fimmta sæti
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tveimur síðustu leikjum kvöldsins er lokið í ítalska boltanum þar sem AC Milan hafði betur í skemmtilegum toppbaráttuslag gegn AS Roma.

Rómverjar byrjuðu leikinn betur en náðu ekki að skapa sér hættuleg marktækifæri. Heimamenn í Mílanó unnu sig hægt og rólega inn í leikinn og náðu svo forystunni á 39. mínútu þegar miðvörðurinn Strahinja Pavlovic skoraði eftir skyndisókn.

Pavlovic var einn af leikmönnum Milan sem spretti upp völlinn í skyndisóknina og skoraði hann úr dauðafæri eftir frábæran undirbúning frá Rafael Leao.

Milan var sterkara liðið eftir opnunarmarkið og skipti um gír í síðari hálfleik, en Mile Svilar hélt gestunum inni í leiknum með glæsilegum markvörslum.

Þegar tók að líða á seinni hálfleikinn náðu Rómverjar betri fótfestu í leiknum og fengu dæmda vítaspyrnu, en Mike Maignan varði mjög vel frá Paulo Dybala á 82. mínútu til að halda forystunni.

Roma jók sóknarþungan og pressaði grimmt síðustu mínúturnar en tókst ekki að brjóta vörn Milan á bak aftur, svo lokatölur urðu 1-0.

Milan jafnar Roma á stigum með þessum sigri, liðin sitja saman í 2.-4. sæti deildarinnar með 21 stig eftir 10 umferðir. Einu stigi á eftir toppliði Napoli.

Fyrr í dag tók Parma á móti Bologna og náði forystunni strax á fyrstu mínútu. Santiago Castro jafnaði metin fyrir gestina og fékk Christian Ordonez að líta tvö gul spjöld í liði heimamanna.

Staðan var því 1-1 í hálfleik og heimamenn einum leikmanni færri. Bologna nýtti sér liðsmuninn og skoraði tvö mörk í síðari hálfleiknum til að tryggja dýrmætan sigur.

Castro skoraði annað mark áður en vinstri bakvörðurinn Juan Miranda innsiglaði sigurinn á lokamínútum leiksins. Lokatölur 1-3.

Bologna er í fimmta sæti deildarinnar með 18 stig eftir 10 umferðir, fjórum stigum á eftir toppliði Napoli. Parma er aðeins með 7 stig.

Milan 1 - 0 Roma
1-0 Strahinja Pavlovic ('39 )
1-0 Paulo Dybala ('82 , misnotað víti)

Parma 1 - 3 Bologna
1-0 Adrian Bernabe ('1 )
1-1 Santiago Castro ('17 )
1-2 Santiago Castro ('68 )
1-3 Juan Miranda ('92 )
Rautt spjald: Christian Ordonez, Parma ('35)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
9 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
10 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
11 Sassuolo 9 4 1 4 10 10 0 13
12 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
13 Lazio 9 3 3 3 11 7 +4 12
14 Cagliari 9 2 3 4 9 12 -3 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
19 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
20 Genoa 9 0 3 6 4 13 -9 3
Athugasemdir
banner