Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
   sun 02. nóvember 2025 17:20
Ívan Guðjón Baldursson
Howe: Svekktir og pirraðir út í sjálfa okkur
Mynd: EPA
Eddie Howe þjálfari Newcastle var svekktur eftir 3-1 tap gegn fallbaráttuliði West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Newcastle er komið með 12 stig eftir 10 umferðir og situr í neðri hluta deildarinnar.

„Þetta var ekki góður dagur fyrir okkur, við verðum að fara að ná í stig á útivelli. Slakt gengi á útivöllum er eitthvað sem við höfum áhyggjur af og verðum að skoða. Við vorum langt frá því að vera líkir sjálfum okkur í dag og þetta er í raun í fyrsta sinn sem strákarnir skila ekki góðri frammistöðu í þessum útileikjum sem við töpum. Við höfum verið óheppnir með úrslitin hingað til," sagði Howe.

„Leikjaskipulagið er mjög krefjandi en þetta er staðurinn sem við viljum vera á. Við viljum taka þátt í sem flestum keppnum en við verðum að bæta okkur ef við ætlum að vera samkeppnishæfir.

„West Ham fékk heila viku í undirbúningi fyrir þennan leik á meðan við höfum verið uppteknir í öðrum keppnum, en við getum ekki notað það sem afsökun. Við þurftum að finna leið til að sigra þennan andstæðing en okkur tókst það ekki.

„Ég get ekki varið þessa frammistöðu, ég er mjög vonsvikinn. Ég bjóst við að við myndum stjórna leiknum hérna en við gerðum það ekki. Við leyfðum West Ham að taka stjórn á leiknum með skrýtnum mistökum sem eru ólík okkur."


Þetta var annar sigur West Ham á deildartímabilinu og er liðið komið með 7 stig.

„Við vorum okkar versti andstæðingur í dag, við gerðum slæm mistök og erum ekki sáttir. Við erum mjög svekktir og pirraðir út í sjálfa okkur. Þetta var léleg frammistaða."
Athugasemdir
banner
banner