Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   mán 03. nóvember 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Frank í dúnjakka frá 66°Norður
Mynd: EPA
Thomas Frank, danski aðalþjálfari Tottenham Hotspur, var klæddur í íslenska hönnun frá 66°Norður á hliðarlínunni á stórleik liðsins gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Tottenham tapaði 0-1 í Lundúnarslagnum og eru liðin jöfn í fjórða og fimmta sæti deildarinnar, með 17 stig eftir 10 umferðir.

Frank hefur oft sést í jökkum og úlpum frá 66°Norður á leikjum í úrvalsdeildinni, bæði sem stjóri Brentford og Tottenham.

Í gær vakti hann athygli þegar hann skartaði svörtum Keilir dúnjakka, sem kom þó ekki í veg fyrir tap. Áður hefur hann meðal annars sést klæðast Öxi og OK jökkunum sem og Dyngju dúnvestinu á hliðarlínunni.

66°Norður er með verslun á Regent Street í London og kemur Frank reglulega í heimsókn þangað. Hann gæti þó hafa fallið fyrir íslenska fatamerkinu þegar hann í bjó í Kaupmannahöfn, þar sem 66°Norður er einnig með verslun.
Athugasemdir
banner
banner
banner