Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
banner
   sun 02. nóvember 2025 16:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Kærkominn sigur fyrir West Ham
Mynd: EPA
West Ham 3 - 1 Newcastle
0-1 Jacob Murphy ('4 )
1-1 Lucas Paqueta ('35 )
2-1 Sven Botman ('45 , sjálfsmark)
3-1 Tomas Soucek ('90 )

West Ham fékk Newcastle í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í dag. West Ham hafði aðeins unnið einn leik fyrir leik dagsins og var í 19. sæti með fjögur stig. Newcastle var í 13. sæti með 12 stig.

Snemma leiks var Jarrod Bowen hársbreidd frá því að koma West Ham yfir en hann átti skot í stöng. Strax í kjölfarið komst Newcastle í sókn og Jacob Murphy skoraði með hnitmiðuðu skoti.

West Ham fékk vítaspyrnu þegar Malick Thiaw virtist brjóta á Bowen en eftir skoðun í VAR var dómurinn tekinn til baka þar sem Thiaw komst í boltann.

West Ham náði að jafna metin verðskuldað eftir rúmlega hálftíma leik þegar Lucas Paqueta skoraði með skoti fyrir utan teiginn. Seint í uppbótatíma fyrri hálfleiksins komst West Ham síðan yfir þegar Sven Botman varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Freddie Potts hélt að hann hafi komið West Ham tveimur mörkum yfir á 68. mínútu en Tomas Soucek var rangstæður í aðdragandanum og markið dæmt af.

Tomas Soucek innsiglaði sgur West Ham í blálokin. Bowen komst einn í gegn en Nick Pope varði frá honum en boltinn var laus inn á teignum og Soucek fleygði sér á hann á undan Pope og skoraði. West Ham er í 18. sæti með sjö stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Newcastle er hins vegar áfram í 13. sæti með 12 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner