Chicago 2 - 1 Angel City
0-1 Miyabi Moriya ('23)
1-1 Jameese Joseph ('49)
2-1 Allyson Schlegel ('98)
0-1 Miyabi Moriya ('23)
1-1 Jameese Joseph ('49)
2-1 Allyson Schlegel ('98)
Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliðinu hjá Angel City sem heimsótti Chicago í lokaumferð hefðbundna deildartímabilsins í bandaríska kvennaboltanum seint í gærkvöldi.
Angel City var sterkara liðið í fyrri hálfleik og leiddi með einu marki þegar flautað var til leikhlés.
Í síðari hálfleik tóku heimakonur í Chicago öll völd á vellinum og voru fljótar að jafna metin.
Sveindísi var skipt af velli á 59. mínútu og hélt Chicago áfram að sækja en tókst ekki að skora sigurmarkið fyrr en seint í uppbótartíma.
Allyson Schlegel skoraði þá dramatískt sigurmark fyrir botnlið Chicago sem lýkur keppni með 20 stig eftir 26 umferðir.
Angel City endar tímabilið með 27 stig og fer ekki í úrslitakeppnina.
Athugasemdir




