Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
   sun 02. nóvember 2025 19:01
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Burger tryggði sigur í skemmtilegum leik
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Wolfsburg 2 - 3 Hoffenheim
1-0 Mohamed Amoura ('14 )
1-1 Wouter Burger ('31 )
1-2 Grischa Promel ('50 )
2-2 Mohamed Amoura ('56 )
2-3 Wouter Burger ('62 )

Wolfsburg tók á móti Hoffenheim í seinni leik dagsins í þýska boltanum og úr varð skemmtileg og opin viðureign þar sem liðin skiptust á að sækja.

Mohamed Amoura kom Wolfsburg yfir í fyrri hálfleik en Wouter Burger jafnaði metin eftir stoðsendingu frá Vladimír Coufal, fyrrum leikmanni West Ham.

Staðan var 1-1 í hálfleik og tóku gestirnir frá Hoffenheim forystuna í upphafi síðari hálfleiks, þegar Grischa Promel setti boltann í netið eftir undirbúning frá Andrej Kramaric.

Amoura var aftur á ferðinni sex mínútum síðar til að jafna metin en skömmu síðar skoraði Burger sitt annað mark til að endurheimta forystu gestanna.

Staðan var þá orðin 2-3 fyrir Hoffenheim eftir jafnan og skemmtilegan slag og tókst hvorugu liði að bæta marki við leikinn.

Frábær sigur Hoffenheim er því staðreynd þökk sé tvennu frá Wouter Burger sem núllaði út tvennuna hans Mohamed Amoura.

Þetta er þriðji sigur Hoffenheim í röð og er liðið komið upp í 16 stig eftir 9 umferðir.

Wolfsburg er aftur á móti að eiga herfilegea byrjun á tímabilinu og situr eftir í neðri hlutanum með 8 stig.
Athugasemdir
banner
banner