Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
   sun 02. nóvember 2025 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hólmbert skoraði í dýrmætum sigri
Mynd: Gwangju FC
Hólmbert Aron Friðjónsson var á skotskónum í dýrmætum sigri Gwangju FC í suður kóresku deildinni í morgun.

Gwangju fékk Jeju SK í heimsókn. Hólmbert byrjaði á bekknum en kom inn á 72. mínútu. Gwangju náð forystunni stuttu síðar og Hólmbert innsiglaði 2-0 sigur liðsins með marki i uppbótatíma.

Gwangju er 48 stig en liðið er níu stigum frá fallsæti þegar níu stig eru eftir í pottinum.

Liðið mætir botnliði Daegu í næstu umferð og getur þar með tryggt sér áframhaldandi veru í deildinni.
Athugasemdir
banner