Þremur fyrstu leikjum dagsins er lokið á Spáni þar sem Marcus Rashford var í byrjunarliði Barcelona og innsiglaði sigur liðsins gegn Elche.
Lamine Yamal og Ferran Torres skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins með stuttu millibili áður en Rafa Mir minnkaði muninn skömmu fyrir leikhlé.
Börsungar voru talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var jafnari, þar sem gestirnir frá Elche fengu bestu færin.
Rashford innsiglaði þó sigurinn með marki á 61. mínútu og tókst Elche ekki að minnka muninn, svo lokatölur urðu 3-1.
Barcelona er í öðru sæti eftir sigurinn, með 25 stig úr 11 leikjum. Spánarmeistararnir eru fimm stigum á eftir toppliði Real Madrid. Elche er um miðja deild, með 14 stig.
Celta Vigo og Alavés unnu þá leiki sína fyrr í dag gegn Levante og Espanyol.
Celta Vigo rétt marði Levante þrátt fyrir að vera manni fleiri stærsta hluta leiksins. Tíu leikmenn Levante klúðruðu vítaspyrnu en staðan var jöfn, 1-1, allt þar til í uppbótartíma venjulegs leiktíma, þegar Miguel Román gerði dramatískt sigurmark gestanna frá Vigo eftir að hafa komið inn af bekknum.
Celta fer upp í 13 stig með þessum sigri en Levante situr eftir í fallbaráttu með 9 stig.
Alavés rétt marði Espanyol í jöfnum leik, en Espanyol er í fimmta sæti deildarinnar þrátt fyrir tapið. Spútnik liðið er með 18 stig, þremur meira en Alavés.
Barcelona 3 - 1 Elche
1-0 Lamine Yamal ('9 )
2-0 Ferran Torres ('11 )
2-1 Rafa Mir ('42 )
3-1 Marcus Rashford ('61 )
Levante 1 - 2 Celta
0-0 Karl Etta Eyong ('37 , Misnotað víti)
0-1 Oscar Mingueza ('40 )
1-1 Kervin Arriaga ('66 )
1-2 Miguel Roman ('91 )
Rautt spjald: Unai Vencedor, Levante ('29)
Alaves 2 - 1 Espanyol
1-0 Denis Suarez ('5 )
2-0 Lucas Boye ('40 )
2-1 Roberto Fernandez ('56 )
Rautt spjald: Lucas Boye, Alaves ('91)
Athugasemdir




