Man City 3 - 1 Bournemouth
1-0 Erling Haaland ('17)
1-1 Tyler Adams ('25)
2-1 Erling Haaland ('33)
3-1 Nico O'Reilly ('60)
1-0 Erling Haaland ('17)
1-1 Tyler Adams ('25)
2-1 Erling Haaland ('33)
3-1 Nico O'Reilly ('60)
Erling Haaland virðist vera gjörsamlega óstöðvandi um þessar mundir og skoraði hann fyrsta mark leiksins í toppbaráttuslag Manchester City gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Haaland slapp í gegnum vörn Bournemouth sem var á miðlínunni og hljóp hraðar heldur en öll varnarlínan áður en hann skoraði framhjá Djordje Petrovic á milli stanganna.
Tyler Adams minnkaði muninn með fyrsta marktækifæri Bournemouth í leiknum en hann skoraði í kjölfar hornspyrnu. Gigi Donnarumma markvörður Man City misreiknaði sig í úthlaupinu og gaf þetta mark.
Mistök Ítalans komu þó ekki að sök því Haaland tók forystuna á nýjan leik fyrir heimamenn á 33. mínútu. Aftur brást rangstöðulína Bournemouth svo Haaland slapp einn í gegn og skoraði í autt markið eftir að hafa hlaupið framhjá Petrovic.
Man City var sterkara liðið í fyrri hálfleik og verðskuldaði forystuna en seinni hálfleikurinn var mun jafnari.
Bakvörðurinn sókndjarfi Nico O'Reilly skoraði næsta mark eftir einfalda sókn City á 60. mínútu og þar við sat, lokatölur 3-1.
Bæði lið fengu tækifæri til að bæta mörkum við leikinn en tókst ekki.
City er í öðru sæti deildarinnar eftir þennan sigur, með 19 stig eftir 10 umferðir. Sex stigum á eftir toppliði Arsenal.
Bournemouth er með 18 stig og deilir þriðja sætinu með Englandsmeisturum Liverpool.
Haaland er langmarkahæsti leikmaður úrvalsdeildartímabilsins til þessa með 13 mörk. Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, er í öðru sæti með 6 mörk skoruð.
Athugasemdir



