Andoni Iraola þjálfari Bournemouth svaraði spurningum fréttamanna eftir 3-1 tap á útivelli gegn stjörnum prýddu liði Manchester City í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í dag.
Bournemouth lenti undir og náði að jafna metin eftir hornspyrnu en það dugði ekki til. Erling Haaland skoraði tvennu í fyrri hálfleik áður en Nico O'Reilly innsiglaði sigurinn í síðari hálfleik.
Haaland slapp í tvígang innfyrir háa varnarlínu Bournemouth, stakk varnarmennina af og kláraði færin með mörkum.
„Í fyrri hálfleik pressuðum við eins og við gerum vanalega og þeir refsuðu okkur fyrir að vera með háa varnarlínu. Ég er samt ánægður með frammistöðu leikmanna. Við vissum allan tímann að það þyrfti eitthvað sérstakt til að ná í úrslit á þessum velli," sagði Iraola eftir tapið.
„Haaland er ótrúlega góður og í miklu stuði. Við vildum ekki breyta leikkerfinu okkar útaf honum en það er rosalega erfitt að verjast honum þegar maður spilar með háa varnarlínu og skilur svæði eftir opin eins og við gerðum í dag. Hann refsaði okkur í tvígang á hárréttum tímapunktum, akkúrat þegar samhæfingin hjá miðvörðunum okkar var ekki til staðar.
„Við vorum betra liðið í seinni hálfleik og fengum tvö góð færi til að skora en nýttum þau ekki. Núna þurfum við að setja alla einbeitingu í næsta leik, allir leikir í ensku úrvalsdeildinni eru erfiðir og það getur munað ótrúlega litlu á milli þess að vinna leik eða tapa honum."
Bournemouth er í fjórða sæti eftir tapið, með 18 stig úr 10 leikjum. Liðið heimsækir Aston Villa um næstu helgi í síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé.
„Við spiluðum flottan leik í dag en það er ekki nóg á þessum velli, maður þarf að eiga fullkominn leik til að fara ekki tómhentur heim. Þetta er mjög spennandi tímabil fyrir okkur með nýjum áskorunum og við munum halda áfram á okkar braut. Við þurfum að leiðrétta þetta tap í dag með sigri gegn Aston Villa í næstu umferð.
„Þetta er mjög erfitt tímabil í úrvalsdeildinni þar sem allir andstæðingar eru sterkir, meira að segja botnliðin eru mjög öflug. Hvert stig er dýrmætt og þetta snýst rosalega mikið um smáatriðin. Það getur verið mjög stutt á milli þess að eiga gott tímabil eða slæmt."
Iraola var að lokum spurður út í markið sem Bournemouth skoraði í tapinu, sem kom eftir hornspyrnu. Gianluigi Donnarumma lenti í erfiðleikum með að slá boltann burt eftir baráttu við leikmann Bournemouth. Donnarumma vildi fá dæmda aukaspyrnu en fékk ekki.
„Við höfum séð að það virkar þegar önnur lið gera þetta svo við erum líka að því. Dómararnir eru ekki að dæma brot á svona atvik. Við setjum pressu á markvörðinn án þess að brjóta á honum, alveg eins og önnur lið í deildinni eru að gera."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 10 | 8 | 1 | 1 | 18 | 3 | +15 | 25 |
| 2 | Man City | 10 | 6 | 1 | 3 | 20 | 8 | +12 | 19 |
| 3 | Liverpool | 10 | 6 | 0 | 4 | 18 | 14 | +4 | 18 |
| 4 | Bournemouth | 10 | 5 | 3 | 2 | 17 | 14 | +3 | 18 |
| 5 | Tottenham | 10 | 5 | 2 | 3 | 17 | 8 | +9 | 17 |
| 6 | Chelsea | 10 | 5 | 2 | 3 | 18 | 11 | +7 | 17 |
| 7 | Sunderland | 9 | 5 | 2 | 2 | 11 | 7 | +4 | 17 |
| 8 | Man Utd | 10 | 5 | 2 | 3 | 17 | 16 | +1 | 17 |
| 9 | Crystal Palace | 10 | 4 | 4 | 2 | 14 | 9 | +5 | 16 |
| 10 | Brighton | 10 | 4 | 3 | 3 | 17 | 15 | +2 | 15 |
| 11 | Aston Villa | 10 | 4 | 3 | 3 | 9 | 10 | -1 | 15 |
| 12 | Brentford | 10 | 4 | 1 | 5 | 14 | 16 | -2 | 13 |
| 13 | Newcastle | 10 | 3 | 3 | 4 | 10 | 11 | -1 | 12 |
| 14 | Fulham | 10 | 3 | 2 | 5 | 12 | 14 | -2 | 11 |
| 15 | Everton | 9 | 3 | 2 | 4 | 9 | 12 | -3 | 11 |
| 16 | Leeds | 10 | 3 | 2 | 5 | 9 | 17 | -8 | 11 |
| 17 | Burnley | 10 | 3 | 1 | 6 | 12 | 19 | -7 | 10 |
| 18 | West Ham | 10 | 2 | 1 | 7 | 10 | 21 | -11 | 7 |
| 19 | Nott. Forest | 10 | 1 | 3 | 6 | 7 | 19 | -12 | 6 |
| 20 | Wolves | 10 | 0 | 2 | 8 | 7 | 22 | -15 | 2 |
Athugasemdir



