Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
   sun 02. nóvember 2025 17:40
Ívan Guðjón Baldursson
Nuno: Frábær tilfinning
Mynd: EPA
Nuno Espírito Santo var kátur með fyrsta sigur sinn við stjórnvölinn hjá West Ham United.

Hamrarnir sýndu flotta frammistöðu og sigruðu 3-1 gegn Newcastle er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Newcastle tók forystuna snemma leiks en Hamrarnir snéru stöðunni við fyrir leikhlé og voru svo talsvert sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum.

„Tilfinningin er frábær, við erum stoltir af því hvernig við spiluðum þennan leik. Strákarnir brugðust frábærlega vel eftir að við lentum undir og þetta skiptir miklu máli fyrir okkur. Það er samt mikilvægt að muna að það er mjög mikil vinna framundan, við erum ekki komnir á frábæran stað þó að við höfum unnið einn leik," sagði Nuno eftir sigurinn dýrmæta.

„Þetta er mjög mikilvægt fyrir sjálfstraustið og núna þurfum við að reyna að spila enn betur og vinna næsta leik."

West Ham er með 7 stig eftir 10 umferðir og tekur á móti nýliðum Burnley í fallbaráttuslag um næstu helgi, í síðasta leik fyrir landsleikjahlé.

Miðjumaðurinn ungi Freddie Potts átti góðan leik og hrósaði Nuno honum að leikslokum.

„Hann stóð sig mjög vel og miðjan okkar hafði á endanum betur í baráttunni við frábæra miðju Newcastle, sem er einn af þeirra stærstu kostum. Það var stórkostlegt að sjá stuðningsmenn fagna þessum sigri. Vonandi getum við skilað öðrum sigri í næstu umferð."
Athugasemdir
banner