Crystal Palace gerði vel að leggja Brentford að velli í ensku úrvalsdeildinni í gær en bæði mörk leiksins komu úr föstum leikatriðum.
Jean-Philippe Mateta skoraði fyrra markið með skalla eftir aukaspyrnu og var seinna markið sjálfsmark sem kom eftir langt innkast frá Jefferson Lerma.
Lerma átti einnig stoðsendinguna í fyrra markinu þar sem hann vann fyrri skallaboltann í aukaspyrnunni til að fleyta boltanum á kollinn á Mateta.
„Ef ég á að vera heiðarlegur þá fengum við nánast engan tíma til að æfa föst leikatriði fyrir þennan leik. Við höfðum bara 15 mínútur í að fara yfir innköstin! Við spiluðum við Liverpool á miðvikudagskvöldið og komum heim um miðja nótt," sagði Glasner eftir sigurinn.
„Á fimmtudaginn fengu leikmenn hvíld og í gær spiluðum við í 25 mínútur á æfingu og notuðum 15 mínútur til að fara yfir innköstin, bæði í vörn og sókn. Við vissum að þau yrðu mikilvæg í þessum leik. Aðstoðarþjálfararnir eiga hrós skilið fyrir að undirbúa efnið í tengslum við föstu leikatriðin. Við töluðum um að þetta gæti orðið leikur sem réðist af föstum leikatriðum og við unnum þá baráttu.
„Það var augljóst að strákarnir voru orðnir þreyttir síðustu 20 mínúturnar enda er leikjaálagið rosalega íþyngjandi, en þeir vörðust samt mjög vel. Þetta er mjög mikilvægur sigur fyrir okkur."
Palace er í efri hluta deildarinnar með 16 stig eftir 10 umferðir, aðeins tveimur stigum á eftir Englandsmeisturum Liverpool sem deila öðru sætinu með Bournemouth.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 10 | 8 | 1 | 1 | 18 | 3 | +15 | 25 |
| 2 | Man City | 10 | 6 | 1 | 3 | 19 | 8 | +11 | 19 |
| 3 | Liverpool | 10 | 6 | 0 | 4 | 18 | 14 | +4 | 18 |
| 4 | Bournemouth | 10 | 5 | 3 | 2 | 17 | 13 | +4 | 18 |
| 5 | Tottenham | 10 | 5 | 2 | 3 | 17 | 8 | +9 | 17 |
| 6 | Chelsea | 10 | 5 | 2 | 3 | 18 | 11 | +7 | 17 |
| 7 | Sunderland | 9 | 5 | 2 | 2 | 11 | 7 | +4 | 17 |
| 8 | Man Utd | 10 | 5 | 2 | 3 | 17 | 16 | +1 | 17 |
| 9 | Crystal Palace | 10 | 4 | 4 | 2 | 14 | 9 | +5 | 16 |
| 10 | Brighton | 10 | 4 | 3 | 3 | 17 | 15 | +2 | 15 |
| 11 | Aston Villa | 10 | 4 | 3 | 3 | 9 | 10 | -1 | 15 |
| 12 | Brentford | 10 | 4 | 1 | 5 | 14 | 16 | -2 | 13 |
| 13 | Newcastle | 10 | 3 | 3 | 4 | 10 | 11 | -1 | 12 |
| 14 | Fulham | 10 | 3 | 2 | 5 | 12 | 14 | -2 | 11 |
| 15 | Everton | 9 | 3 | 2 | 4 | 9 | 12 | -3 | 11 |
| 16 | Leeds | 10 | 3 | 2 | 5 | 9 | 17 | -8 | 11 |
| 17 | Burnley | 10 | 3 | 1 | 6 | 12 | 19 | -7 | 10 |
| 18 | West Ham | 10 | 2 | 1 | 7 | 10 | 21 | -11 | 7 |
| 19 | Nott. Forest | 10 | 1 | 3 | 6 | 7 | 19 | -12 | 6 |
| 20 | Wolves | 10 | 0 | 2 | 8 | 7 | 22 | -15 | 2 |
Athugasemdir



