
Sigurmark Japan gegn Spánverjum hefur verið mikið í umræðunni frá því í gærkvöldi.
Umræðan hefur snúið að því hvort boltinn hafi verið farinn út af áður en markið kom.
Við fyrstu sýn virðist svo vera en þegar litið er betur á, þá er það ekki þannig. Boltinn þarf allur að vera farinn út af, en hann fór ekki allur út af þegar markið kom.
Skynjarar sem eru í boltanum staðfesta það að hann hafi ekki verið farinn út af.
Mynd sem sýnir það má sjá hér fyrir neðan. Markið var örlagaríkt þar sem Þjóðverjar féllu úr leik vegna þess.
Finnst geggjað að allir séu að sýna myndir af pappír og bolta núna út af marki Japan gegn Spánverjum.
— Gunnar Jarl Jónsson (@gunnar_jarl) December 2, 2022
Dómarar á Íslandi reynt að benda fótboltaáhugamönnum á þetta, þ.e.a.s. að sjónarhorn skipti máli þegar dæma skal bolta út af og hann þurfi að vera ALLUR út af.
Nú skilja menn.
Athugasemdir