Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 02. desember 2023 11:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd fer í þriggja tíma ferðalag til Newcastle - Fluginu aflýst
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Flugi Manchester United til Newcastle hefur verið aflýst og þarf því liðið að ferðast með rútu í leikinn sem fram fer í kvöld.


Newcastle fær Man Utd í heimsókn á St. James' Park klukkan 20 í kvöld en leikmenn Man Utd voru mættir út á flugvöll þegar þeim var tilkynnt að fluginu hafi verið frestað vegna veðurs.

Mikill kuldi er á Bretlandseyjum og mörgum íþróttaviðburðum hefur verið frestað.

Man Utd mun því þurfa að ferðast með rútu en ferðalagið til Newcastle mun taka rúma þrjá tíma.

Manchester liðið freistar þess að koma sterkt til baka eftir að hafa gert jafntefli við Galatasaray í Meistaradeildinni í vikunni sem varð til þess að liðið berst fyrir lífi sínu í keppninni í lokaumferðinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner