Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
   lau 03. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool að fá eftirsóttan táning í varaliðið
Mynd: EPA
Liverpool er búið að ná samkomulagi við Austria Wien um félagaskipti fyrir miðvörðinn unga Ifeanyi Ndukwe.

Ndukwe er aðeins 17 ára gamall en verður 18 ára í mars. Ef allt gengur upp mun hann ganga til liðs við Liverpool næsta sumar.

Ndukwe er afar eftirsóttur leikmaður en hann er lykilmaður í U17 landsliði Austurríkis.

Miðvörðurinn er hugsaður fyrir varaliðið hjá Liverpool til að byrja með, þar sem hann myndi spila undir stjórn Rob Page fyrrum þjálfara velska landsliðsins.

Arsenal, FC Bayern og Atlético Madrid eru meðal liða sem hafa verið að fylgjast náið með Ndukwe síðustu mánuði.
Athugasemdir
banner
banner