Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
   lau 03. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Nágrannaslagur í Barcelona
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru spennandi leikir framundan í efstu deild spænska boltans í dag. Dagurinn byrjar á viðureign Celta Vigo gegn Valencia en það eru sjö lið sem skilja liðin að á stöðutöflunni.

Celta er í 7. sæti, sjö stigum fyrir ofan Valencia sem er í 17. sæti í afar þéttum pakka.

Osasuna og Athletic Bilbao eigast svo við áður en toppbaráttulið Villarreal heimsækir Elche.

Spútnik lið Espanyol tekur á móti Spánarmeisturum Barcelona í eftirvæntasta leik dagsins. Liðin eigast við í nágrannaslag.

Barcelona er með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar eftir átta sigra í röð. Börsungar hafa unnið alla deildarleikina sína eftir tap í El Clásico slagnum gegn Real Madrid í lok október.

Espanyol er búið að vinna fimm leiki í röð og situr í fimmta sæti, aðeins tveimur stigum á eftir Villarreal sem er í meistaradeildarsæti.

Leikir dagsins
13:00 Celta Vigo - Valencia
15:15 Osasuna - Athletic Bilbao
17:30 Elche - Villarreal
20:00 Espanyol - Barcelona
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 20 16 1 3 54 22 +32 49
2 Real Madrid 20 15 3 2 43 17 +26 48
3 Villarreal 19 13 2 4 37 19 +18 41
4 Atletico Madrid 20 12 5 3 35 17 +18 41
5 Espanyol 20 10 4 6 23 22 +1 34
6 Betis 20 8 8 4 33 25 +8 32
7 Celta 20 8 8 4 28 20 +8 32
8 Elche 21 5 9 7 29 29 0 24
9 Real Sociedad 20 6 6 8 26 28 -2 24
10 Athletic 20 7 3 10 19 28 -9 24
11 Girona 20 6 6 8 20 34 -14 24
12 Osasuna 21 6 5 10 21 24 -3 23
13 Vallecano 21 5 8 8 16 25 -9 23
14 Sevilla 20 6 3 11 26 32 -6 21
15 Mallorca 20 5 6 9 24 30 -6 21
16 Getafe 20 6 3 11 15 26 -11 21
17 Valencia 20 4 8 8 19 31 -12 20
18 Alaves 20 5 4 11 16 25 -9 19
19 Levante 20 4 5 11 24 34 -10 17
20 Oviedo 20 2 7 11 11 31 -20 13
Athugasemdir
banner
banner