Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
   lau 03. janúar 2026 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sterling vill ekki fara á lánssamningi
Mynd: EPA
Greint hefur verið frá því að kantmaðurinn Raheem Sterling hafnaði tækifæri til að skipta yfir til West Ham United á lánssamningi á dögunum.

Sterling á eitt og hálft ár eftir af samningi við Chelsea og segir Sky Sports að hann vilji ekki yfirgefa félagið á láni.

Sterling vill vera keyptur til nýs félags útaf því að hann vill meira starfsöryggi á næsta vinnustað. Hann er ekki spenntur fyrir því að fara einhvert í hálft ár og snúa svo aftur til Chelsea.

Kantmaðurinn sjálfur er spenntur fyrir Fulham sem hefur sýnt honum áhuga, en óljóst er hversu mikill áhugi félagsins er.

Sterling er tilbúinn til að skipta um félagslið en það verður að vera á höfuðborgarsvæðinu og vera reiðubúið til að kaupa leikmanninn og mæta launakröfum hans.

West Ham, Fulham og Crystal Palace voru orðuð við Sterling síðasta sumar.

Sterling er ekki skráður í hóp hjá Chelsea og hefur ekki spilað keppnisleik síðan hann var á láni hjá Arsenal á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner