Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
banner
   lau 03. janúar 2026 12:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn Espanyol ætluðu að kasta rottum á völlinn
Joan Garcia og Wojciech Szczesny
Joan Garcia og Wojciech Szczesny
Mynd: EPA
Það er áhugaverður grannaslagur í spænsku deildinni í kvöld þar sem Espanyol fær Barcelona í heimsókn.

Barcelona er á toppnum, fjórum stigum á undan Real Madrid, en Espanyol er í 5. sæti, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. Þetta er besta byrjun liðsins frá 1995.

Espanyol seldi markvörðinn Joan Garcia til Barcelona síðasta sumar en það fór illa í stuðningsmenn liðsins.

Espanyol hefur sett upp öryggisnet fyrir aftan bæði mörkin til að reyna að koma í veg fyrir að stuðningsmenn kasti hlutum í hann. Miðlar í Barcelona hafa talað um það undanfarnar vikur að stuðningsmenn Espanyol hafi rætt um að kasta rottum í átt að honum.


Athugasemdir
banner
banner