Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
banner
   lau 03. janúar 2026 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vill senda Armstrong aftur til Preston í lok mánaðar
Mynd: Preston North End FC
David Moyes þjálfari Everton var spurður út í táninginn Harrison Armstrong sem var endurkallaður úr láni hjá Preston North End á dögunum.

Armstrong er aðeins 18 ára gamall en hefur verið að gera flotta hluti með Preston, þar sem hann er meðal annars í baráttu við Stefán Teit Þórðarson um sæti í byrjunarliðinu.

Moyes segir að Everton hafi eingöngu endurkallað Armstrong úr láninu til að auka breiddina á miðjunni hjá sér yfir næstu vikur. Kiernan Dewsbury-Hall er meiddur og þá eru Iliman Ndiaye og Idrissa Gana Gueye að keppa í Afríkukeppninni. Armstrong getur fyllt í einhver skörð þar til þessir leikmenn koma til baka. Eftir það vill Moyes senda hann aftur til Preston.

„Ef hann stendur sig mjög vel þá er tækifæri fyrir hann að vinna sér inn byrjunarliðssæti en ef ég á að vera heiðarlegur þá vil ég senda hann aftur til Preston út tímabilið. Þetta er frábær klúbbur fyrir hann og ég vil sjá Preston komast upp um deild. Þetta er gamli klúbburinn minn þar sem ég spilaði fótbolta og þjálfaði. Þeir eru í mjög góðri stöðu í deildinni og eiga raunverulegan séns á að berjast um sæti í úrvalsdeild," sagði Moyes.

„Hann er að gera flotta hluti hjá Preston og ég held að það sé besti staðurinn fyrir hann til að þróast sem fótboltamaður á þessum tímapunkti."

Armstrong er mikilvægur hlekkur í U19 landsliði Englands.

   01.01.2026 22:20
Everton endurkallar Armstrong: Meira pláss fyrir Stefán Teit?

Athugasemdir
banner
banner