Enska úrvalsdeildarfélagið Everton er búið að endurkalla táninginn Harrison Armstrong til baka úr láni hjá Preston North End í Championship deildinni.
Armstrong er bráðefnilegur miðjumaður sem hefur verið mikilvægur hlekkur í U18 og U19 landsliðum Englands.
Hann er varnarsinnaður miðjumaður og hefur komið að 4 mörkum í 16 leikjum með Preston á tímabilinu. Ef félagið krækir ekki í nýjan miðjumann gæti þetta þýtt að Stefán Teitur Þórðarson fær meiri spiltíma með liðinu.
Armstrong hefur verið fyrir ofan Stefán Teit í goggunarröðinni til þessa. Hann á 19 ára afmæli um miðjan janúar.
Everton endurkallar Armstrong úr láni til þess að breikka leikmannahópinn. Hann var ekki með Preston í dag og getur tekið þátt í úrvalsdeildarleiknum gegn Brentford um helgina.
Jarrad Branthwaite, Seamus Coleman, Charly Alcaraz og Kiernan Dewsbury-Hall eru á meiðslalistanum og þá eru Iliman Ndiaye og Idrissa Gana Gueye að keppa í Afríkukeppninni.
Harrison Armstrong has returned to Everton after being recalled from his loan spell with Preston North End. ????
— Everton (@Everton) January 1, 2026
Athugasemdir



