Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   mán 03. febrúar 2025 08:27
Elvar Geir Magnússon
Beðið eftir staðfestingu á Asensio - Vona að það komi ekki fleiri tilboð í Watkins
Asensio er fyrrum leikmaður Real Madrid.
Asensio er fyrrum leikmaður Real Madrid.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aston Villa lætur ekki staðar numið eftir að hafa fengið Marcus Rashford og er að tryggja sér vængmanninn Marco Asensio á láni frá Paris Saint-Germain.

„Við erum að bíða eftir staðfestingu á Marco Asensio," segir Kirsty Edwards, fréttakona Sky Sports, sem er við Villa Park, heimavöll Aston Villa.

„Hann kemur með mikla reynslu til Aston Villa og hefur unnið allt sem hægt er að vinna hjá Real Madrid. Hann verður önnur jákvæð styrking við sóknarlínu Aston Villa."

„Svo er spurning hvort Villa sæki miðvörð. Liðið er þunnskipað þar vegna meiðsla. Axel Disasi (hjá Chelsea) er efstur á blaði hjá Villa þar. Þá vona stuðningsmenn Villa að það komi ekki fleiri tilboð í Ollie Watkins."

Arsenal hefur áhuga á Watkins og gerði tilboð í leikmanninn í síðustu viku, en því var hafnað.

Gluggadagurinn er í fullum gangi. Glugganum verður lokað á Englandi klukkan 23:00 og á sama tíma á Spáni og Ítalíu. Í Þýskalandi verður lokað klukkan 17 og í Frakklandi klukkan 22.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner