Marcus Rashford er genginn til liðs við Aston Villa á láni frá Man Utd út tímabilið.
Rashford lenti upp á kant við Ruben Amorim stjóra Man Utd og fékk leyfi til að yfirgefa félagið en Amorim taldi að hann væri ekki að standa sig nægilega vel til að eiga skilið að spila.
Hann spilaði ekkert hjá Man Utd síðan hann var ekki valinn í hópinn í grannaslagnum gegn Man City í desember.
Aston Villa mun borga 75 prósent af laununum hans. Það getur hækkað upp í 90 prósent en það fer eftir frammistöðu Rashford í búningi Villa. Þá getur félagið fest kaup á honum fyrir 40 milljónir punda í sumar.
Aston Villa er í leit að öðrum sóknarmanni og varnarmanni en talið er að Marco Asensio, leikmaður PSG, sé einnig á leið til félagsins.
??????????? pic.twitter.com/PHz523nZyy
— Aston Villa (@AVFCOfficial) February 2, 2025
Athugasemdir