Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mán 03. febrúar 2025 16:39
Elvar Geir Magnússon
Neuer mun fagna 40 ára afmælinu sem leikmaður Bayern
Manuel Neuer hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Bayern München, hann er nú bundinn félaginu til 2026.

Neur er einn besti markvörður sögunnar en hann hefur verið hjá Bayern síðan hann kom frá Schalke 2011.

„Ég er enn með hungur og hlakka til að vera lengur hjá félaginu. Það eru enn mörg markmið sem við ætlum að ná saman," segir Neuer.

Hann hefur ellefu sinnum orðið þýskur meistari, tvisvar unnið Meistaradeildina og varð heimsmeistari með Þýskalandi 2014.

Neuer hefur leikið 26 leiki á þessu tímabili en Bayern er með sex stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner