Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. mars 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe sagður hafa meiri áhuga á Liverpool en Man Utd
Magnaður leikmaður.
Magnaður leikmaður.
Mynd: Getty Images
Það eru vangaveltur í gangi varðandi framtíð franska landsliðsmannsins Kylian Mbappe.

Núverandi samningur Mbappe rennur út eftir næsta tímabil og vilja frönsku meistararnir í Paris Saint-Germain endursemja við þessa stórstjörnu. Hann hefur mikið verið orðaður við Real Madrid.

Fjölmiðlamaðurinn Duncan Castles segir að Mbappe sé tilbúinn í að yfirgefa París í sumar og hann vilji annað hvort fara til Englands eða Spánar.

Castles segir að Liverpool sé það félag á Englandi sem hann vilji helst fara til.

„Hann kann vel við Manchester United sem félag en það sem honum myndi langa mest er að vinna með Jurgen Klopp hjá Liverpool," sagði Castles í hlaðvarpi sínu Transfer Window Podcast.

„Hann hefur líka áhuga á að fara til Spánar. Barcelona er möguleiki en það eru miklir fjárhagsörðugleikar þar. Real Madrid hafði áhuga á honum áður en hann fór til PSG."

Það yrði gríðarlega stórt fyrir Liverpool að krækja í Mbappe en það er ljóst að hann fer ekki ódýrt frá PSG.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner