Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. mars 2023 22:53
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Loksins vann Hull
Benjamin Tetteh fagnar fyrsta marki sínu fyrir Hull
Benjamin Tetteh fagnar fyrsta marki sínu fyrir Hull
Mynd: Getty Images
Hull City 2 - 0 West Brom
1-0 Benjamin Tetteh ('33 )
2-0 Dara OShea ('57 , sjálfsmark)

Hull City vann fyrsta leik sinn í mánuð er liðið lagði WBA, 2-0, í ensku B-deildinni í kvöld.

WBA klúðraði nokkrum dauðafærum áður en Hull refsaði með marki frá Benjamin Tetteh. Fyrsta mark Tetteh fyrir félagið en hann skoraði með góðu skoti í hægra hornið.

Tetteh átti sinn þátt í öðru marki Hull en Josh Griffiths, markvörður WBA, varði skot hans aftur fyrir endamörk. Dara O'Shea, fyrirliði WBA, varð fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net eftir hornspyrnuna.

Hull er í 13. sæti með 45 stig, þremur stigum á eftir WBA sem er í 11. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner