Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 03. mars 2024 13:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Keane gagnrýnir Kompany: Burnley hefur spilað hræðilega
Mynd: EPA

Roy Keane sérfræðingur á Sky Sports vandar Vincent Kompany stjóra Burnley ekki kveðjurnar.


Burnley er í næst neðsta sæti deildarinnar ellefu stigum frá fallsæti. Liðið vann sér sæti í deildinni í ár með glæsilegum árangri og flottum fótbolta í Championship deildinni á síðustu leiktíð.

„Þeir hafa spilað hræðilega. Það er ómögulegt að spila eins í Championship deildinni og í úrvalsdeildinni. Ég kann að meta stjóra sem eru með hugmynd um hvernig á að spila en þú verður að aðlagast, þeir hafa alls ekki verið nógu góðir, þetta er vandræðalegt," sagði Keane.

„Ef þú getur ekki varist almennilega ertu í vandræðum og ef þú skorar ekki nóg endaru í Championship deildinni. Við höfum verið of mildir í garð liða í botnbaráttunni miðað við stjórana sem eru um borð. Kompany sem dæmi var magnaður miðvörður, hann hlýtur að kunna varnarleik, liðið hans er útum allt."


Athugasemdir
banner
banner
banner