Breiðablik 1-1 Vestri
0-1 Pétur Bjarnason ('49 )
1-1 Kristófer Ingi Kristinsson ('86 )
Rautt spjald: Morten Ohlsen Hansen
Breiðablik á ennþá möguleika á að komast áfram í undanúrslit eftir jafntefli gegn Vestra í Lengjubikarnum í dag.
Það var markalaust í hálfleik en Vestri komst yfir þegar Pétur Bjarnason komst í gegn og setti boltann snyrtilega framhjá Antoni Ara.
Morten Ohlsen Hansen í liði Vestra fékk hins vegar að líta rauða spjaldið þegar hann braut á Eyþóri Wöhler sem náði boltanum af Morten og slapp í gegn en Morten stöðvaði hann og fékk réttilega að líta rauða spjaldið.
Þegar skammt var til loka leiksins fékk Breiðablik vítaspyrnu þegar brotið var á Kristófer Inga Kristinssyni inn í teignum. Hann steig sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi og tryggði Blikum stig.
Blikar eru með sjö stig í 4. sæti riðilsins og mæta Keflvíkingum í síðustu umferð. Ef Blikar vinna Keflvíkinga vinna þeir riðilinn og komast áfram í undanúrslit keppninnar.
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |