Það standa yfir framkvæmdir á Hásteinsvelli þessa dagana en Eyjamenn ætla sér að leggja gervigras á keppnisvöllinn hjá sér. Framkvæmdin er á áætlun, jarðvegsvinna er í gangi og vonast Eyjamenn til þess að hægt verði að leggja gervigrasið sjálft í apríl. Ef það tekst verður hægt að spila á vellinum 4. maí þegar ÍBV á heimaleik gegn Vestra í 5. umferð Bestu deildar karla.
Ljóst er að ÍBV á heimaleik fyrir þann tíma og planið er að sá leikur verði spilaður á Þórsvelli í Vestmannayejum. Þórsvöllur er grasvöllur sem er nálægt Hásteinsvelli. Þar þyrfti að fara í framkvæmdir svo sá völlur myndi uppfylla skilyrði keppnisvallar í efstu deild; þar þyrfti að setja upp vallarklukku og aðstöðu fyrir áhorfendur, svo eitthvað sé nefnt.
Ljóst er að ÍBV á heimaleik fyrir þann tíma og planið er að sá leikur verði spilaður á Þórsvelli í Vestmannayejum. Þórsvöllur er grasvöllur sem er nálægt Hásteinsvelli. Þar þyrfti að fara í framkvæmdir svo sá völlur myndi uppfylla skilyrði keppnisvallar í efstu deild; þar þyrfti að setja upp vallarklukku og aðstöðu fyrir áhorfendur, svo eitthvað sé nefnt.
Eyjamenn eru búnir að leggja vatns- og raflagnir undir Hásteinsvöll og verið er að undirbúa lagningu hitalagna. Í haust er svo stefnt að því að koma upp flóðlýsingu og ef það tekst þá mun ÍBV getað spilað heimaleik í Lengjubikarnum í fyrsta sinn næsta vetur.
Framkvæmdir hafa staðið yfir jafnt og þétt síðan um miðjan janúar en auk vallarflatarins er verið að byrja á vallarhúsi við hlið stúkunnar.
Fótbolti.net ræddi við Kristján Yngva Karlsson sem er vallarstjóri ÍBV.
„Jarðvegsvinnan á að vera búin 1. apríl og þá að leggja grasið sem er háð veðri og vindum. Ef við fáum gott veður í apríl þá verðum við tilbúnir 1. maí eins og var áætlað, annars dregst þetta eitthvað."
„Mér heyrist að það sé búið að sækja um leyfi til að spilað verði á Þórsvellinum þá leiki sem ekki verður hægt að spila á Hásteinsvelli. Við þyrftum þá að gera breytingar á leiksvæðinu, leikklukka og allur pakkinn."
„Ég lagði til að við myndum spila í Kaupmannahöfn ef það verður ekki hægt að spila hér, finnst að maður eigi að láta liðin á Reykjavíkursvæðinu ferðast eitthvað í leikina," sagði Kristján á léttu nótunum.
Athugasemdir