Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   lau 03. apríl 2021 13:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Championship: Brentford tókst ekki að vinna þrátt fyrir yfirburði
Huddersfield 1 - 1 Brentford
1-0 Lewis O'Brien ('7 )
1-1 Mads Bech ('50 )

Einn leikur fór fram í ensku Championship-deildinni í dag. Huddersfield tók á móti Brentford í hádeginu og var leikurinn liður í 39. umferð deildarinnar.

Brentford er í baráttu um umspilssæti á meðan Huddersfield var sjö stigum fyrir ofan fallsæti fyrir leik dagsins.

Leikar enduðu með 1-1 jafntefli eftir mörk frá Lewis O'brien og Mads Bech Sörensen.

Brentford var með mikla yfirburði í leiknum, hélt boltanum ríflega 60% af leiktímanum og átti fimmtán tilraunir að marki Huddersfield gegn einungis þremur marktilraunum frá Huddersfield að marki Brentford.

Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Middlesbrough 5 4 1 0 9 3 +6 13
2 Stoke City 5 4 0 1 9 3 +6 12
3 Bristol City 5 3 2 0 12 4 +8 11
4 Leicester 5 3 1 1 8 5 +3 10
5 West Brom 5 3 1 1 6 4 +2 10
6 Coventry 5 2 3 0 15 7 +8 9
7 Swansea 5 2 2 1 6 4 +2 8
8 Preston NE 5 2 2 1 6 5 +1 8
9 Portsmouth 5 2 2 1 4 3 +1 8
10 Norwich 5 2 1 2 7 6 +1 7
11 Birmingham 5 2 1 2 4 5 -1 7
12 QPR 5 2 1 2 9 12 -3 7
13 Millwall 5 2 1 2 4 7 -3 7
14 Ipswich Town 5 1 3 1 9 5 +4 6
15 Blackburn 5 2 0 3 5 5 0 6
16 Southampton 5 1 3 1 6 6 0 6
17 Watford 5 1 2 2 5 6 -1 5
18 Charlton Athletic 5 1 2 2 3 5 -2 5
19 Derby County 5 1 2 2 8 11 -3 5
20 Hull City 5 1 2 2 7 11 -4 5
21 Wrexham 5 1 1 3 8 10 -2 4
22 Oxford United 5 0 2 3 6 9 -3 2
23 Sheff Wed 5 0 1 4 3 12 -9 1
24 Sheffield Utd 5 0 0 5 1 12 -11 0
Athugasemdir
banner