Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 03. apríl 2021 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamsik dýrastur í Fantasy - Ísak dýrastur af Íslendingum
Hamsik gekk óvænt í raðir Gautaborg í Svíþjóð.
Hamsik gekk óvænt í raðir Gautaborg í Svíþjóð.
Mynd: Gautaborg
Það er spilaður Fantasy fótbolti í sænsku úrvalsdeildinni, rétt eins og í Pepsi Max-deildinni hér á Íslandi og í ensku úrvalsdeildinni.

Fantasy er skemmtilegur leikur þar sem spilarara velja sér lið og fá svo stig fyrir það hvernig leikmennirnir í liðinu standa sig í raunveruleikanum.

Sænska úrvalsdeildin hefst eftir nákvæmlega viku og það er stór nafn mætt í deildina. Marek Hamsik, fyrrum leikmaður Napoli, skrifaði undir hjá Gautaborg og hann er dýrasti leikmaðurinn í Fantasy en hann kostar 12,5 milljónir.

Af íslensku leikmönnunum er Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður Norrköping, dýrastur en hann kostar 8 milljónir.

Hægt er að nálgast sænsku útgáfuna af Fantasy hérna og hér að neðan má sjá myndband af Ísaki þar sem hann fer yfir það hvaða leikmönnum í Norrköping eigi að fylgjast með á þessu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner