mán 03. maí 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neville segir Glazer um að kenna og hvetur þá til að selja
Frá mótmælunum í gær.
Frá mótmælunum í gær.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Manchester United mótmæltu í gær eigendum sínum, Glazer fjölskyldunni, og urðu mótmælin til þess að leik Manchester United og Liverpool var frestað og var sá leikur ekki leikinn í gær. Á þessum tímapunkti er ekki búið að ákveða hvenær sá leikur fer fram.

Stuðningsmenn komust inn á Old Trafford en mótmælin voru þó friðsæl.

Þeri sem styðja United eru búnir að fá sig fullsadda af eigendunum og vill að félagið sé í eigu einhvers sem elski félagið og reyni að gera félagið betra í því sem tengist knattspyrnu á beinan hátt. Núverandi eigendur eru klókir í viðskiptum og hafa hagnast verulega á kaupunum sem voru gerð.

Kornið sem fyllti svo alla mæla voru áformin fyrir tveimur vikum sem voru á þá leið að United ætti að fara í svokallaða Ofurdeild ásamt öðrum stórum félögum í Evrópu.

Gary Neville, fyrrum leikmaður United og nú sparkspekingur á Sky Sports, er ekki sáttur við eigendur félagins og segir þá hafa séð hag í því að halda Old Trafford, heimavelli liðsins, lítið sem ekkert við og þá segir hann að æfingasvæði félagsins sé hægt og rólega að færast niður listann yfir þau bestu í landinu.

Neville tjáði sig á Sky Sports í gær.

„Mótmælin eru afleiðing gjörða eigenda Manchester United fyrir tveimur vikum. Það er almennt vantraust og óbeit á eigendunum en stuðningsmenn voru ekki að mótmæla fyrir tveimur eða þremur vikum," sagði Neville

„Glazer fjölskyldan er í erfiðleikum með að uppfylla fjárhagslegar kröfur hjá þessu félagi og stuðningsmennirnir segja að tími þeirra sé liðinn."

„Mín skoðun er einfaldlega sú að þeir muni græða stórfé ef þeir selja félagið og ef þeir myndu setja það á sölu núna held ég að tíminn væri réttur og það væri réttast í stöðunni,"
bætti Neville við.
Athugasemdir
banner
banner
banner