Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 03. júlí 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn um helgina - Hvað gerist í titilbaráttunni?
Barcelona þarf á því að halda að Real tapi stigum.
Barcelona þarf á því að halda að Real tapi stigum.
Mynd: Getty Images
Það er leikið föstudag, laugardag og sunnudag í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga.

Flestra augu beinast samt að sunnudeginum.

Klukkan 12:00 á sunnudaginn fer Real Madrid í heimsókn til Baskalands, til Athletic Bilbao. Barcelona þarf á því að halda að Real Madrid tapi stigum þar. Börsungar mæta svo Villarreal í erfiðum útileik á sunnudagskvöldið.

Fyrir helgina er Real Madrid með fjögurra stiga forskot á erkifjendur sína í Barcelona á toppi deildarinnar, en hér að neðan má sjá stigatöfluna í heild sinni.

föstudagur 3. júlí
20:00 Atletico Madrid - Mallorca

laugardagur 4. júlí
15:00 Celta - Betis
17:30 Valladolid - Alaves
20:00 Granada CF - Valencia

sunnudagur 5. júlí
12:00 Athletic - Real Madrid (Stöð 2 Sport 2)
15:00 Espanyol - Leganes
17:30 Osasuna - Getafe
20:00 Villarreal - Barcelona (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner