Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. júlí 2021 19:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ödegaard staðfestir að hann kemur ekki aftur
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Norski landsliðsmaðurinn Martin Ödegaard mun ekki spila áfram með Arsenal á næstu leiktíð.

Ödegaard spilaði með Arsenal á láni frá Real Madrid seinni hluta síðustu leiktíðar og stóð sig vel.

Arsenal vildi fá hann aftur en Real Madrid er ekki tilbúið að láta hann frá sér.

Norski miðjumaðurinn sendi kveðju á stuðningsfólk Arsenal á samfélagsmiðlum í dag.

„Þið eigið alltaf stað í hjarta mínu," skrifar Ödegaard í kveðju sinni.

Ödegaard er 22 ára gamall, en ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano segir að spænska stórveldið Real Madrid vilji halda honum. Hann segir jafnframt að Real sé tilbúið að selja Isco ef gott tilboð berst.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner