Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 03. júlí 2022 15:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Akkúrat vika í fyrsta leik Íslands á EM
Icelandair
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það styttist óðum í það að Evrópumótið á Englandi fari af stað. Fyrsti leikur mótsins er 6. júlí þar sem heimakonur í Englandi mæta Noregi á Old Trafford.

Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu hefja svo leik fjórum dögum síðar er þær mæta Belgíu.

Sá leikur fer fram á Manchester Academy Stadium þar sem kvennalið Manchester City leikur sína leiki. Völlurinn mun rúma tæplega 5000 manns á EM, en það ætti ekki að vera í boði á svona stórmóti að vera með eins lítinn leikvang til að spila á.

Leikurinn er 10. júlí og því er nákvæmlega vika í hann í dag; hann er næsta sunnudag.

Stelpurnar eru í æfingabúðum í Þýskalandi núna og þar er fréttamaður Fótbolta.net líka. Endilega fylgist með hér á síðunni næstu daga fyrir fréttir af þessu frábæra landsliði okkar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner